Meiri­hluti þing­manna öldunga­deildar Banda­ríkja­þings sam­þykkti nú fyrir stundu að kalla mætti til vitni í máli Donalds Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, en allir þing­menn Demó­krata og fimm þing­menn Repúblikana sam­þykktu kröfu full­trúa­deildar­þing­mannanna sem fara fyrir málinu.

Mikil um­ræða hafði skapast um hvort Demó­kratar ætluðu sér að kalla til vitni í málinu og var talið að það myndi ekki gerast. Sagan var aftur á móti önnur í dag þar sem full­trúa­deildar­þing­maðurinn Jamie Raskin greindi frá því að þau myndu sækjast eftir því að stefna þing­manninum Jamie Her­rera Beutler.

Talið er að Beutler geti veitt mikil­vægar upp­lýsingar um sím­tal sem átti sér milli Trumps og Kevin Mc­Cart­hy, leið­toga Repúblikana innan full­trúa­deildarinnar, þann 6. janúar. Greint var frá um­ræddu sím­tali í gær­kvöldi en Trump átti þar að hafa sagt við Mc­Cart­hy að múgurinn hafi ein­fald­lega verið „reiðari en þú vegna kosninganna.“

Mun taka lengri tíma en áður var haldið

Réttar­höldin í máli Trumps, sem er á­kærður til em­bættis­missis fyrir að hvetja til upp­reisnar í tengslum við ó­eirðirnar í Was­hington, D.C., þann 6. janúar, hófust síðast­liðinn þriðju­dag og eru þing­menn nú komnir saman fyrir fimmta dag réttar­haldanna.

Full­trúa­deildar­þing­mennirnir sem fara fyrir málinu halda því fram að Trump beri einn á­byrgð á ó­eirðunum við þing­húsið þar sem hann hvatti stuðnings­menn sína til að berjast. Þá hafi ó­eirðirnar verið í marga mánuði í upp­siglingu þar sem Trump hélt því í­trekað fram að kosninga­svindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember.

Lög­menn Trumps halda því aftur á móti fram að Trump hafi ekki borið á­byrgð á gjörðum stuðnings­manna sinna þennan ör­laga­ríka dag auk þess sem að þeir halda því fram að það sé ekki í takt við stjórnar­skrána að á­kæra fyrr­verandi for­seta til em­bættis­missis. Tvisvar hefur verið reynt að vísa málinu frá með þeim rökum, án árangurs.

Með á­kvörðun dagsins um vitni er ljóst að réttar­höldin muni ekki ljúka í næstu viku eins og margir Repúblikanar höfðu bundið vonir sínar við.