Síðasta vitnið sem gaf skýrslu við aðal­með­ferð í máli Árna Gils Hjalta­sonar í dag sagði Aron Bjarna Stefáns­son, brota­þolann í málinu, hafa logið því að Árni hefði stungið hann og þannig væri á­verki á höfði hans kominn til.

Aðal­með­ferð fer nú fram í máli Árna Gils í annað sinn en hann var sak­felldur fyrir til­raun til mann­dráps í héraði 2017 en Hæsti­réttur ó­merkti dóminn og vísaði aftur heim í hérað á þeim grund­velli að málið væri ekki nægi­lega vel rann­sakað.

Vitnið, sem var vin­kona Arons Bjarna á þeim tíma sem at­burðirnir gerðust, sagði á­verkana á höfði Arons ekki af völdum Árna.

„Það var alltaf verið að berja Aron á þessum tíma enda skuldaði hann peninga út um allt og líka út af ein­hverju grasi sem hann átti að hafa stolið af ein­hverjum mikil­vægum mönnum í undir­heimunum,“ sagði vitnið.

Vitnið sagði Aron hafa mútað vin­konu sinni sem var sjónar­vottur að á­tökunum, til að ljúga með sér og þau myndu svo skipta skaða­bótunum sem hann fengi, á milli sín.

Mál Árna Gils er tekið fyrir öðru sinni, en Hæstiréttur vísaði því aftur heim í hérað því það þótti ekki nægilega rannsakað.
Fréttablaðið/Eyþór

Vitnið sendi verjanda málsins mynd sem hún fékk senda frá Aroni auk orð­sendingar. Hún hafði einnig veitt föður Árna, Hjalta Úrsus, upp­lýsingar um sína vit­neskju.

Sagðist vitnið hafa komist yfir sam­skipti Arons og vin­konu hans, sem varð vitni að á­tökunum, á sam­fé­lags­miðlum en Aron hefði eitt sinn fengið að skrá sig inn á Mess­en­ger í síma hennar og gleymt að skrá sig aftur út. Hún hefði því getað lesið sam­skipti þeirra þar.

Í sam­skiptunum hefði meðal annars komið fram að vin­konan vildi draga hinn ranga fram­burð til baka en hann væri að reyna að tala hana til og múta henni með bæði peningum og dópi.

Hlé hefur nú verið gert á aðal­með­ferð málsins. Henni verður fram­haldið á föstu­dag.