Víta­lía Lazareva hefur nú lagt fram kæru til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu um kyn­ferðis­of­beldi. Frá þessu greinir hún sjálf á Twitter-síðu sinni. Í samtali við Fréttablaðið segir Vítalía að mennirnir sem hafi verið kærðir séu þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson.

Víta­lía steig fram í við­tali hjá Eddu Falak í Eigin konum í janúar á þessu ári þar sem hún greindi frá því að hafa í sumar­bú­stað verið beitt of­beldi af þremur eldri karl­mönnum, þeim Þórði, Ara og Hreggviði, en hún átti í sam­bandi við vin þeirra, Arnar Grant. Logi Berg­mann blandaðist svo í málið með öðrum hætti.

„Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum“ sagði Víta­lía í við­talinu við Eddu Falak.

Allir þessi menn hafa annað hvort stigið sjálfir til hliðar eða verið sagt upp. Þeir Arnar og Logi hafa ekki verið kærðir.

Fréttin hefur verið uppfærð þann 23.3.22 klukkan 10:40.

Tekur ábyrgð á sínum hlut

Víta­lía fór yfir sína hlið málsins í helgar­við­tali við Frétta­blaðið þar sem hún sagðist alla tíð hafa tekið á­byrgð á sínum þætti þessa máls.

„Ég var alveg á­kveðin í því að ef ég ætlaði að koma fram með mína sögu myndi ég segja alla söguna og segja frá því sem ég upp­lifði. Það þýðir ekkert að mála sig sak­lausan og ég hef allan tímann tekið á­byrgð á mínum þætti, um leið og maður fer að ljúga flækjast málin og lygin kemst á endanum upp,“ segir hún í við­talinu sem er hægt að lesa hér að neðan.

Hér að neðan má sjá fleiri fréttir sem tengjast málinu.