Að­stand­endur banda­rísks karl­manns, Gary Frank Sot­herdem, vita loks hver ör­lög hans urðu 47 árum eftir að hann hvarf í ó­byggðum Alaska. New York Times fjallar um þetta.

Gary og fé­lagi hans hugðust ganga með fram hinni tæp­lega þúsund kíló­metra Porcupine-á í norð­austur­hluta Alaska árið 1976 og mætast nokkurn veginn á miðri leið. Gary skilaði sér hins vegar aldrei á á­fanga­stað og var gerð ítar­leg leit að honum í kjöl­farið.

Árið 1977 fann fjalla­leið­sögu­maður tjaldið sem Gary dvaldi í, brotin gler­augu hans og per­sónu­skil­ríki en Gary var hvergi sjáan­legur, lífs eða liðinn.

Það var svo ekki fyrr en árið 1997 að veiði­maður á svæðinu fann höfuð­kúpu skammt frá staðnum þar sem síðast var vitað um ferðir Garys. Á síðasta ári var loks tekið DNA-snið og kom það nokkurn veginn heim og saman við DNA-snið sem ná­skyldur frændi Garys hafði gefið.

Það fékkst síðan endan­lega stað­fest um hvern var að ræða þegar bróðir Garys, Ste­ve Sot­her­d­en, lét taka úr sér DNA-sýni.

Í um­fjöllun New York Times kemur fram að á­verkar, lík­legast eftir skógar­björn, hafi fundist á höfuð­kúpunni og bendir flest til þess að Gary hafi látist eftir árás bjarnarins.

Ste­ve segir að Gary hafi flutt til Alaska árið 1972 og verið mjög ævin­týra­gjarn og yfir­leitt farið eigin leiðir í lífinu. Hann segir í sam­tali við Syracu­se.com að fjöl­skyldan muni halda minningar­at­höfn í heima­bæ þeirra bræðra í vor.