Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti ýmsum verk­efni í gær­kvöldi og í nótt. Í dag­bók lög­reglu kemur fram að um korter yfir átta í gær hafi verið til­kynnt um ölvaða menn í slags­málum. Þegar lög­regla kom á staðinn vildi enginn kannast við slags­mál. Lög­regla að­hafðist ekki frekar í málinu.

Þá var rétt fyrir mið­nætti til­kynnt um mann í annar­legu á­standi í verslun í vestur­borginni og var þá tekið fram í til­kynningu að maðurinn væri grímu­laus. Þegar lög­regla kom á staðinn var manninum vísað út úr versluninni að beiðni starfs­manna.

Klukkan 03:41 var til­kynnt um mann sem er að reyna komast inn í ó­læstar bif­reiðar í Vestur­bænum. Lög­regla hand­tók einn sem var fluttur á lög­reglu­stöð.

Lög­regla fer á staðinn og er meintur gerandi hand­tekinn skammt frá og færður á lög­reglu­stöð. Málið í rann­sókn.

Þá var rétt eftir klukkan 22 til­kynnt um vinnu­slys í Hafnar­firði. Þar hafði maður slasast á fæti en meiðslin eru talin minni­háttar. Maðurinn var fluttur á slysa­deild í sjúkra­bíl.

Þá var til­kynnt um mögu­legt inn­brot í Kópa­vogi og þó­nokkrir öku­menn stöðvaðir vegna gruns um að þeir keyrðu án réttinda eða undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna.