Sam­kvæmt úr­skurði Héraðs­dóms Reykja­víkur er á­kvörðun yfir­valda um að vista þá sem koma til landsins frá áhættusvæðum í farsóttarhúsi ó­lög­mæt. Þetta staðfestir Jón Magnús­son lög­maður konu sem dvelur í farsóttarhúsi með dóttur sinni.

Héraðs­dómur Reykja­víkur úr­skurðaði í dag í þremur málum er snúa að lög­mæti þess að skylda komu­far­þega frá á­hættu­svæðum í far­sóttar­hús. Á þriðja hundrað dvöldu í far­sóttar­húsinu í Þórunnar­túni í nótt. Alls hafa fimm kærur er varða tólf ein­stak­linga verið lagðar fram og voru þrjár teknar fyrir í gær.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir ræddi á laugar­daginn við dómara, lög­menn og heil­brigðis­ráðu­neytið vegna ein­stak­linga sem óska úrskurðar um lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni.

Í kröfu­gerð sótt­varn­læknis kemur fram að það sé mat hans og Svan­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra að að­gerðin gangi ekki lengra en nauð­syn­legt er til að hefta út­breiðslu kórónu­veirunnar. Meðal­hófs sé gætt og að­gerðirnar brjóti ekki í bága við stjórnar­skrá.

Fyrstu gestirnir mættu í sótt­kvíar­hótelið þann 1. apríl og hafa því verið inni í lokuðu her­bergi í fjórar nætur. Nokkrir hafa reynt að yfir­gefa hótelið en verið stöðvaðir af lög­reglu.

Fréttin hefur verður uppfærð

Um 220 manns dvöldu í farsóttarhúsinu í Þórunnartúni í nótt.
Fréttablaðið/Stefán