Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning um um­ferðar­ó­happ í Breið­holti á tíunda tímanum í gær. Bíl hafði þá verið ekið á tré í garði við fjöl­býlis­hús.

Öku­maður bílsins var grunaður um ölvun við akstur sem og akstur án gildra öku­réttinda. Maðurinn var því vistaður í fanga­geymslu lög­reglu yfir nótt fyrir rann­sókn málsins.

Ók á til­kynnanda

Fyrr um daginn, um klukkan hálf sjö, hafði lög­reglan af­skipti af öðrum manni í Breið­holti. Sá var grunaður um þjófnað á þremur vespum og einum krossara fyrir börn.

Lög­reglu barst til­kynning um um­svif mannsins en hann brást við með því að aka vespu á til­kynnanda og sparka í­trekað í hann þegar hann reyndi að komast undan. Maðurinn var hand­tekinn og verður kærður fyrir líkams­á­rás.

Á­fengis­þjófur gómaður

Úti á Granda hafði lög­regla af­skipti af manni við veitinga­stað en hann hafði reynt að stela tveimur á­fengis­flöskum frá vín­veitinga­húsi. Starfs­menn náðu manninum og héldu honum þar til lög­regla kom á vett­vang.

Maðurinn var hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu sökum á­stands. Í til­kynningu lög­reglu um málið kemur fram að í­trekuð af­skipti hafa verið af manninum síðustu daga fyrir þjófnað á á­fengi.