Lög­reglan á Höfuð­borgar­svæðinu hafði af­skipti af tveimur ölvuðum mönnum í mið­bænum rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Annar maðurinn er grunaður um brot á sótt­kví þar sem hann er ný­lega kominn til landsins. Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu lög­reglu sökum á­stands.

Óskað var eftir að­stoð lög­reglu á veitinga­stað laust eftir klukkan tíu í gær­kvöldi þar sem ofur­ölvi maður hafði sofnað við út­göngu­dyrnar. Stað­setning mannsins hindraði að hægt væri að opna dyrnar.

Að sögn lög­reglu var maðurinn ó­sjálf­bjarga sökum ölvunar. Hann var því hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu lög­reglu á meðan á­stand hans lagast.