Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segist ekki hafa vitað af því að sótt­varna­læknir hafi þegar haft sam­band við Pfizer þegar hann hóf sam­skipti sín við lyfja­fram­leiðandann. Hans til­gangur hafi verið að „reyna að út­vega bólu­efni án þess að ráð­færa mig við sótt­varna­lækni og svo sannar­lega án þess að sækja til hans hug­myndir eða til­lögur“.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að Kári ynni nú hörðum höndum að því að reyna að tryggja Ís­lendingum bólu­efni sem allra fyrst og að hann hafi þegar sett sig í sam­band við fram­leið­endur á borð við Pfizer og Moderna. Hug­myndin er að sann­færa fram­leið­endurna um að gera rann­sókn á Ís­landi til að sýna fram á að það sé hægt að upp­ræta sjúk­dóminn á heilli þjóð með bólu­efninu.

Í kjöl­farið sendi svo Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir frá sér til­kynningu í morgun þar sem hann segir það ekki rétt sem haft var eftir Kára að hug­myndin að rann­sóknar­fyrir­komu­laginu hafi verið frá honum og Ís­lenskri erfða­greiningu. Sjálfur hafi Þór­ólfur haft sam­band við Pfizer þann 15. desember síðast­liðinn.

Engu verið stolið frá Þórólfi

Í til­kynningu á Face­book segist Kári ekki hafa vitað af þessu. „Það er því rangt hjá Þór­ólfi að ég hafi borið upp við stjórn­endur Pfizer hug­myndir hans og að hug­myndir mínar hafi átt upp­runa í hans. Það vill svo til að ég hef unnið í tæpan aldar­fjórðung við að rann­saka alls konar sjúk­dóma á Ís­landi með því að nýta mér eigin­leika þjóðarinnar sem ein­stakt þýði,“ skrifar Kári.

„Þar af leiðandi þurfti ég ekki að leita út fyrir Vatns­mýrina til þess að finna þessa hug­mynd. Það er heldur ekki að undra að aðrir í okkar sam­fé­lagi hafi fengið þessa hug­mynd út af því for­dæmi sem má finna í vinnu Ís­lenskrar erfða­greiningar. Það sem gladdi mig hins vegar í sam­tali við Luis Jodar, sem er leið­togi í bólu­efna­deild Pfizers, er að hann var á undan mér að færa hug­myndina í orð.“

Kári segir það þó hafa glatt sig að Þór­ólfur skyldi hafa komist að sömu niður­stöðu en að hvorki hann né stjórn­endur Pfizer hafi vitað af þessu þegar þeir ræddu saman. „Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sótt­varnar­lækni,“ segir hann loks.

Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég hóf samskipti mín við Pfizer í þeim tilgangi að reyna að útvega...

Posted by Kari Stefansson on Thursday, 24 December 2020