Eva Hauksdóttir, móðir Hauk­s Hilm­ars­sonar aðgerðarsinna sem féll í loftárás tyrkneska hersins í Afrin í Sýrlandi árið 2018, segist hissa að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni ekki eftir syni sínum.

Þá vekur athygli að í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kannast forsætisráðherra ekki við að Ís­­­lend­­­ing­­­ar hafi far­­­ið til Mið-Aust­­­ur­l­­and­­­a til að berj­­­ast gegn ISIS-sam­t­­ök­­­un­­­um en tal­­­ið er að Hauk­­­ur hafi fall­­­ið í loft­­á­r­ás­­um Tyrkj­­a í Sýr­l­­and­­­i þar sem hann barð­­ist með Kúr­d­um gegn ISIS.

„Ég vissi alveg að þeir sem ekki þekktu Hauk persónulega myndu fljótt gleyma honum. En ég er pínulítið hissa á því að forsætisráðherra skuli ekkert ráma í hann. Hún hefur líklega aldrei lesið bréfin sem við sendum henni en ég hélt að hún myndi kannski eftir því þegar Beggi bróðir minn mætti á kontorinn hjá henni óboðinn. Hún hefur sjálfsagt haft áhugaverðari verkefnum að sinna,“ skrifar Eva í færslu á Facebook.

Haukur Hilmarsson barðist með Kúrdum gegn ISIS.

Fréttablaðið fjallaði í dag um nýja skýrsl­­u þjóð­ar­ör­ygg­is­ráðs sem for­sæt­is­ráð­herr­a hefur lagt fram á Alþingi. Þar kemur fram að ekki sé vit­­að til þess að Ís­­lend­­ing­­ar hafi far­­ið til Mið-Aust­­ur­l­and­­a í því skyn­­i að berj­­ast gegn sam­t­ök­­un­­um sem kenn­­a sig við ís­l­amskt ríki eða ISIS. Það sé meðal þeirra ástæða að hætta á hryðjuverkum sé minni hér samanborið við hin Norðurlöndin.

Að vísu hefur Íslendingur barist gegn þessum hryðjuverkasamtökum. Í mars árið 2018 greind­­u kúr­d­ísk­­ar her­sv­eit­­ir, sem Hauk­­ur til­­heyrð­­i, frá því að hann væri tal­­inn af í Afrín í Sýr­l­and­­i. Þar var hann hlut­­i af al­­þjóð­­legr­­i her­­deild sem barð­­ist fyr­­ir hönd Kúr­d­a gegn inn­r­ás Tyrkj­­a í land­­ið. Hann barð­­ist einn­­ig með her­sv­eit­­um Kúr­d­a gegn ISIS í borg­­inn­­i Raqq­a í Sýr­l­and­­i árið 2017.

Þett­­a er í fyrst­­a sinn sem skýrsl­a for­sæt­is­ráð­herr­a um mat þjóð­ar­ör­ygg­is­ráðs á á­st­and­­i og horf­­um í þjóð­­ar­­ör­­ygg­­is­­mál­­um er lögð fram. Í skýrsl­­unn­­i er gerð grein fyr­­ir mög­­u­­leg­­um ógn­­um við þjóð­­ar­­ör­­ygg­­i.