Gríðarleg eftirvænting ríkir víða um heim, en klukkan 12:20 að íslenskum tíma í dag Jóladag verður James Webb geimsjónaukanum skotið á loft frá Frönsku Gvæjana í Suður-Ameríku. Kvíðastigið er einnig hátt hjá staðarfólki Nasa en mörg þúsund manns hafa unnið að verkefninu en 30 ár hefur tekið að smíða þennan stærsta geimsjónauka sem um getur. Litið er á sjónaukann sem eitt af stórkostlegasta vísindaafrek 21. aldarinnar.
Hér má fylgjast með geimskotinu beint af vef bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA.
Markmið Webb verður að reyna að sýna fyrstu stjörnuna og vetrarbrautirnar sem urðu til í alheiminum. Hann mun einnig rannsaka andrúmsloft fjarlægra reikistjarna og leita að lofttegundum sem gætu gefið til kynna að líf sé einhvers staðar annars staðar í alheiminum, en á Jörðinni.
Þessu risastóra sjónauka hefur í raun verið pakkað saman þannig að hann komist fyrir í eldflauginni sem flytur hann út í geim. Síðan verður komið fyrir en þá tekur við flókið ferli uppsetningar, sem allt verður að ganga gallalaust til þess að sjónaukinn virki í heild sinni.
James Webb sjónaukinn er nefndur í höfuðið á James Webb sem var einn af arkitektum Apollo áætlunarinnar. Það eru geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada, sem standa saman að þessu verkefni, sem nefnt hefur verið flaggskip vísindanna til þessa.