Gríðar­leg eftir­vænting ríkir víða um heim, en klukkan 12:20 að ís­lenskum tíma í dag Jóla­dag verður James Webb geim­sjón­aukanum skotið á loft frá Frönsku Gvæjana í Suður-Ameríku. Kvíða­stigið er einnig hátt hjá staðar­fólki Nasa en mörg þúsund manns hafa unnið að verk­efninu en 30 ár hefur tekið að smíða þennan stærsta geim­sjón­auka sem um getur. Litið er á sjón­aukann sem eitt af stór­kost­legasta vísinda­af­rek 21. aldarinnar.

Hér má fylgjast með geims­kotinu beint af vef banda­rísku geim­ferðar­stofnunarinnar NASA.

Mark­mið Webb verður að reyna að sýna fyrstu stjörnuna og vetrar­brautirnar sem urðu til í al­heiminum. Hann mun einnig rann­saka and­rúms­loft fjar­lægra reiki­stjarna og leita að loft­tegundum sem gætu gefið til kynna að líf sé ein­hvers staðar annars staðar í al­heiminum, en á Jörðinni.

Þessu risa­stóra sjón­auka hefur í raun verið pakkað saman þannig að hann komist fyrir í eld­flauginni sem flytur hann út í geim. Síðan verður komið fyrir en þá tekur við flókið ferli upp­setningar, sem allt verður að ganga galla­laust til þess að sjón­aukinn virki í heild sinni.

James Webb sjón­aukinn er nefndur í höfuðið á James Webb sem var einn af arki­tektum Apollo á­ætlunarinnar. Það eru geim­vísinda­stofnanir Banda­ríkjanna, Evrópu og Kanada, sem standa saman að þessu verk­efni, sem nefnt hefur verið flagg­skip vísindanna til þessa.