Vísinda­menn vara barns­hafandi konur við að taka verkja­lyfið paraseta­mól í lengri tíma á meðgöngu þar sem það er talið geta haft áhrif á þroska eistna og eggjastokka fósturs í móðurkviði ef það er tekið í lengri tíma.

Níu­tíu vísinda­menn úr öllum heims­hornum vara við notkuninni í grein sem birtist í fræðitímarítinu Nature.
„Við höfum ekki á­hyggjur af þeim konum sem taka verkja­lyfið stöku sinnum, heldur þeim neyta þess í miklu magni á með­göngu, segir David Møbjerg Kristen­sen, rann­sakandi við Rigs­hospita­let í Kaup­manna­höfn.

Áhrif lyfsins á með­göngu hefur verið rann­sakað frá árinu 1995 og bendir Kristensen á að það geti stöðvað fram­leiðslu af testó­sterón sem geti erið slæmt fyrir þroska drengja.

„Það verður að á­rétta að fæstar konur eru í hættu vegna þessa, en áhættan eykst eftir því hversu lengi lyfið hefur verið tekið. Um 40 til 50 prósent kvenna taka það inn í ein­hverju mæli á með­göngu en aðeins 10 prósent þeirra taka það í lengri tíma,“ segir Kristen­sen.

Þá geta vísinda­menn ekki sagt til um hversu lengi konur megi taka lyfið til þess að það sé skað­laust fóstrinu, en það séu einnig góðar ástæður fyrir því að konur taki það af læknisfræðilegum ástæðum, til dæmis ef þær eru með hita.

Lise Lotte Tor­vin Ander­sen, vara­for­maður fé­lags fæðinga- og kven­sjúk­dóma­lækninga í Dan­mörku segir mikil­vægt að barns­hafandi konur taki lyf í sem minnstu magni og í eins stuttan tíma og mögu­legt er.

Þetta kemur fram á danska frétta­vefnum TV2.

Fréttin hefur verið uppfærð.