Vísinda­menn við há­skólann í Sout­hampton hafa fundið stein­gerðar líkams­leifar af stærstu land­risa­eðlu Evrópu á Wig­hteyju í Bret­landi.

Risa­eðlan sem var uppi fyrir um 125 milljónum ára er talin hafa verið meira en 10 metra löng og nokkur tonn að þyngd. Hún stóð á tveimur fótum og var rán­dýr með and­lits­fall líkt krókódíl.

Doktors­neminn Chris Bar­ker, sem leiddi rann­sóknina, segir að um risa­stórt dýr hafi verið að ræða.

„Miðað við um­fangið virðist þetta vera ein stærsta rán­dýrs-risa­eðlan sem hefur fundist í Evrópu – hugsan­lega sú stærsta hingað til.“

Talið er að risa­eðlan hafi verið uppi á tíma­bili þar sem sjávar­mál var óðum að hækka og hafi haldið sig á lónum og sand­fjörum í leit að æti.

Risa­eðlan hefur enn ekki fengið form­legt vísinda­legt nafn vegna þess að að­eins hafa fundist stein­gerð brot úr beinum á borð við brot úr mjaðma­grind og hala.

„Við vonumst eftir því að fleiri leifar muni finnast síðar meir,“ segir Darren Naish, með­höfundur rann­sóknarinnar.

Flestir af stein­gervingunum voru upp­götvaðir af risa­eðlu­fræðingnum Nick Chase sem lést stuttu yfir Co­vid-far­aldurinn.

Sjá nánar í um­fjöllun BBC um málið.