Írönsk yfirvöld hafa sleppt úr haldi Xiyue Wang, bandarískum háskólanema sem er búinn að vera í haldi í þrjú ár vegna gruns um njósnir. CNN greinir frá.

Wang er nú staddur í Þýskalandi í læknisskoðun og ferðast síðar heim til Bandaríkjanna. Hann var staddur í Tehran árið 2016 að vinna í doktorsverkefni sínu þegar hann var handtekinn, grunaður um að stunda njósnir, og dæmdur í 10 ára fangelsi.

Javad Zarid, utanríkisráðherra Írans, sagði í dag að um væri að ræða fangaskipti. Bandaríkjamenn slepptu úr haldi íranska vísindamanninum Massoud Soleimani í skiptum fyrir Wang. Zarid birti mynd af vísindamanninum á Twitter í dag.

So­leimani var var handtekinn þegar hann lenti í Chicago í fyrra en hann var sakaður um að flytja inn stera til Banda­ríkj­anna.

Fangaskiptin fóru fram í Sviss.