Vís­bendingar eru um CO­VID-smit í á­höfn Kap II VE og þess vænst að niður­stöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða ein­hverju öðru. Þetta kemur fram í frétt á vef Vinnslu­stöðvarinnar í Vest­manna­eyjum

Skipið var að veiðum þegar grun­semdir vöknuðu um veiru­smitið. Það kom til Grundar­fjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýti­með­ferð í rann­sókn.

Á­höfnin er í sótt­kví um borð og verður ekki landað úr skipinu á meðan beðið er niður­stöðu skimunar. Alls átta manns í á­höfn Kap II hafa ein­hver veikinda­ein­kenni en mis­mikil og líðan þeirra er sögð bæri­leg. Fimm hafa engum ein­kennum lýst.