Innlent

Vísar gagn­rýni Pírata til föður­húsanna

Veldur hver á heldur, segir dómsmálaráðherra.

Sigríður Á. Andersen. Fréttablaðið/Ernir

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni Pírata á hendur henni, þess efnis að vinnubrögð hennar í kringum stofnun Landsréttar hafi grafið undan trausti dómstóla landsins. Þvert á móti sé það málflutningur Pírata sem grafi undan trausti. 

„Ég get ekki nokkra einustu ábyrgð borið á hugrenningum hv. þingmanns. Ef hann treystir ekki dómstólunum er ekki við mig að sakast, heldur miklu frekar verður hann að leita í sínum eigin ranni að skýringu,“ sagði Sigríður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Menn fljúga eins og þeir eru fiðraðir

Tilefnið var fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem óskaði skýringa á ummælum Sigríðar frá því í síðustu viku, um samflokksmann Þórhildar, Helga Hrafn Gunnarsson:

„Í þessum ræðustól eins og alls staðar annars staðar fljúga menn eins og þeir eru fiðraðir. Þegar talið berst að undangreftri undan dómstólum landsins held ég að hv. þingmaður sé meðal þeirra sem mættu íhuga hvort ræðumennska hans um þetta mál geti átt hlut að máli,“ sagði Sigríður í síðustu viku.

Þórhildur Sunna bað ráðherrann því um að útskýra þessi orð sín.

„Í þessum tilvitnuðu orðum hv. þingmanns er ég að vísa til ummæla sem hv. þingmenn hafa viðhaft hér um það, og fullyrðinga, um að grafið hafi verið undan dómstólunum með framkvæmd við skipan Landsréttar. Þar með vil ég beina því til þeirra sem þessi eða viðlíka orð hafa uppi og beina því aftur til þeirra, vísa slíkum ummælum til föðurhúsanna eins og kallað er, og benda á að veldur hver á heldur. Það eru ummæli eins og þessi, m.a. úr þessum virðulega ræðustól, sem einmitt eru til þess fallin miklu fremur en margt annað að grafa undan trausti og trúverðugleika stofnana ríkisvaldsins,“ svaraði Sigríður og bætti því við að hún viti ekki betur en fólk treysti dómstólunum almennt. 

Nýju föt keisarans

Þórhildur gagnrýndi í kjölfarið svarleysi Sigríðar.

 „[F]er mér að verða betur og betur ljóst af samskiptum mínum, eftir því sem þau verða meiri og lengri, við hæstv. dómsmálaráðherra að hér er svolítið eins og að ræða við keisarann sem var í engum fötum, var sem sagt nakinn, en kennir barninu sem bendir á það stöðugt um að hann sé öllum sýnilegur,“ sagði Þórhildur Sunna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómstólar

Skipan dómara í Landsrétt hratt af stað dómínóáhrifum

Innlent

Arnfríður ekki vanhæf

Innlent

Leggja til vantraust á hendur Sigríði

Auglýsing

Nýjast

Aug­lýsa eftir verslunar­manni í Ár­nes­hreppi

Fyrir­skipa rann­sókn á hvernig 737-vélarnar fengu flug­leyfi

Fram­sýn slæst í för með VR og Eflingu

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Auglýsing