Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítalans, vísar á bug sögu­sögnum um að stjórn­endur Land­spítalans hafi verið bólu­settir gegn CO­VID-19, þvert á til­mæli um for­gangs­röðun sótt­varnar­læknis. Þetta kemur fram í pistli Páls á vef Land­spítalans.

„Ég vil sér­­stak­­lega taka fram, vegna sögu­­sagna um annað, að for­­stjóri og fram­­kvæmda­­stjórn eða aðrir stjórn­end­ur spít­al­ans hafa ekki verið bólu­­sett­ir fyr­ir CO­VID-19,“ skrifar Páll.

„Und­an­­tekn­ing­ar frá þessu eru auð­vitað þær ef fólk sinn­ir einnig bein­um sjúk­linga­­sam­­skipt­um í fram­línu og til­­heyr­ir þannig þegar skil­­greind­um for­­gangs­hóp­um. Við hin bíðum ró­­leg þar til að okk­ur kem­ur, í þeirri vissu að fram­ar okk­ur í röðinni er sann­ar­­lega fólk sem þarf meira á bólu­­setn­ingu að halda,“ segir hann.

Fengið fjölda óska um bólu­setningu

Páll bendir á að far­sóttar­nefnd spítalans hafi á undan­förnum vikum fengið fjölda rökstruddra óska um að á­kveðnir hópar innan spítalans þurfi að ganga fyrir öðrum í bólu­setningu.

„Þótt ég skilji vel að fólk ótt­ist það að sýkj­ast þá verðum við öll að virða for­­gangs­röðun sem sett hef­ur verið fram. Eft­ir því sem bólu­efni berst til lands­ins þá verða lands­­menn bólu­­sett­ir og þar er fylgt þeirri for­­gangs­röðun sem ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir Páll.