Her­bert Diess, for­stjóri bíla­fram­leiðandans Volkswa­gen, hefur beðist af­sökunar á um­mælum sem hann lét falla þar sem hann vísaði í slag­orð sem notað var af nas­istum á tímum Þriðja ríkisins, Arbeit macht frei, sem á ís­lensku myndi út­leggjast sem „vinnan göfgar manninn“. 

Þegar af­koma fé­lagsins var kynnt á dögunum sagði Diess að „EBIT göfgaði manninn“. EBIT er skamm­stöfun fyrir af­komu áður en tekið er til­lit til vaxta­greiðslna og -tekna, skatt­greiðslna og af­skrifta. 

Diess segir að um­mælin hafi ein­kennst af hugsunar­leysi og kveðst hann sjá eftir þeim. Það var á hliðinu við út­rýmingar­búðir nas­ista í Auschwitz þar sem orðin Arbeit macht frei fengu að njóta sín. 

Volkswa­gen var stofnað í valda­tíð Hitlers, árið 1937, og sá leið­toginn fyrir sér að það myndi fram­leiða bíla fyrir fjöl­skyldur. Fyrir­tækið var á þeim tíma í Wolfs­burg og voru þrælar í nær­liggjandi fanga­búðum látnir koma að fram­leiðslu bílanna. 

Orða­til­tækið Arbeit macht frei á hins vegar lengri sögu að rekja en aftur til Þýska­lands nas­ismans. Heimildir eru fyrir því að notkun þess hafi byrjað á ní­tjándu öld að frum­kvæði tungu­mála­fræðingsins og rit­höfundarins Lor­enz Diefen­bach. 

Hvað árs­reikning VW varðar skilaði fyrir­tækið 12 milljarða evra hagnaði þrátt fyrir að hafa þurft að eyða fúlgu í greiðslu bóta vegna skan­dalsins í út­blásturs­mælingum sem upp kom árið 2015.