Asa­dullah, Mahdi og Ali Sarwary eru frá Afgan­istan. Þeir komu til Ís­lands fyrir tæpum ellefu mánuðum en fengu þær fregnir í síðustu viku að þeim yrði vísað frá landi næsta mánu­dag, klukkan fimm um morguninn. Synir Asa­dullah eru að­eins átta og tíu ára. Þeim líkar vel við veruna á Ís­landi, eru búnir að læra ís­lensku og finnst gaman í skólanum.

Asa­dullah og strákunum verður vísað til Grikk­lands, þar sem þeir sóttu fyrst um vernd. Rauði krossinn á Ís­landi hefur í­trekað varað við því að fólk sé sent aftur til Grikk­lands vegna bágra að­­stæðna sem það er sent aftur í. Í um­­­sögn þeirra um frum­­varp til breytinga á lögum um út­­lendinga þar sem fjallað er sér­­stak­­lega um al­­þjóð­­lega vernd og brott­vísunar­til­­skipun segir að þau Evrópu­­ríki sem hafa þurft að bera þungan af straumi flótta­­fólks, eins og Grikk­land og Ítalía, hafi ekki verið í stakk búin til þess að mæta og anna þeim miklum fjölda sem þar er.

Asa­dullah segir á­kvörðun stjórn­valda því vera mikil von­brigði. Drengirnir hans tveir vilji ekki fara. Þeir óttast þær að­stæður sem bíða þeim í Grikk­landi og óska þess að geta verið lengur hér á Ís­landi. Á­stæða þess að Asa­dullah óttast að fara aftur til Grikk­lands eru þó ekki einungis hræði­legar að­stæður sem flótta­fólk býr þar við, heldur bíður hans þar fyrr­verandi mágur hans sem hefur hótað honum of­beldi og jafn­vel líf­láti fyrir að skilja við fyrr­verandi konu sína, sem er móður drengjanna.

Ítar­lega var fjallað um mál Sarwary-feðginanna á vef Frétta­blaðsins í mars á þessu ári. Um­fjöllunina er hægt að lesa hér að neðan.

Kærunefnd vildi ekki fresta réttaráhrifum

Asa­dullah hefur í tví­gang verið neitað um vernd hér á landi og fékk það síðast staðfesta í febrúar. Hann hafði þá óskað þess að kæru­nefnd út­lendinga­mála myndi fresta réttar­á­hrifum á­kvörðunar Út­lendinga­stofnunar á meðan hann fer með mál sitt fyrir dóm­stóla.

Lög­­maður Asa­dullah, Magnús D. Norð­dahl, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að kærunefnd kröfu hafi neitað kröfu þeirra. Hann segir að hann muni samt sem áður fara með mál þeirra fyrir dóm­stóla, en að líkurnar á því að fá að koma aftur séu ekki með Asa­dullah og strákunum hans tveimur.

Magnús segir að hann hafi sér­stak­lega óskað þess að Asa­dullah fengi frest til að skipu­leggja brott­förina, en oft á tíðum fær fólk engan frest, heldur er vísað frá landi sam­dægurs eða daginn eftir að því er til­kynnt um á­kvörðunina. Stoð­deild ríkis­lög­reglu­stjóra sér um slíkar brott­vísanir.

Hafa varla borðað frá því að lögregla tilkynnti um brottvísun

Asa­dullah og drengirnir munu fara til Aþenu. Þar sem mágur hans býr einnig. Hann veit ekki hvort hann getur farið eitt­hvað annað eða hvort hann neyðist til að dvelja í Aþenu. Asa­dullah og strákarnir voru þar í tvö og hálft ár áður en þeir komu til Ís­lands. Asa­dullah langaði ekki sækja um vernd þar en lögin í Grikk­landi kveða á um það að annað hvort sækirðu um vernd, eða ert vísað aftur burt eftir 20 daga. Hann hafði því engra annarra kosta völ en að sækja þar um vernd. Þar bjuggu þeir í tjaldi og þurftu, á hverjum degi, að bíða í röð eftir mat.

„Strákarnir eru stressaðir. Frá því að lög­reglan kom heim hafa þeir ekki viljað fara út. Þeir vilja ekkert borða og sofa allan daginn. Þeir vilja ekki leika sér því þeir hafa á­hyggjur af brott­vísuninni,“ segir Asa­dullah.

Mahdi situr við hlið föður síns þegar við­talið fer fram og þegar hann er spurður hvort hann vilji bæta ein­hverju við segir hann feiminn:

„Ég vil ekki fara til Grikk­lands.“

„Ég vil ekki fara til Grikk­lands,“ segir Mahdi sem situr vinstra megin við föður sinn á myndinni.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Kom til Ís­lands til að bjarga lífi þeirra

„Ég kom til Ís­lands til að bjarga lífi mínu. Það er það eina sem ég vill. Í Grikk­landi mun enginn hjálpa mér eða koma mér til bjargar. Ekki vísa okkur frá landi. Hjálpið mér að bjarga lífi mínu og lífi barna minna. Ekki senda okkur til Grikk­lands,“ segir Asa­dullah.

Hann óskar þess að Ís­lendingar hjálpi honum og strákunum.

„Ég þarf hjálp frá Ís­lendingum og frá lög­reglunni. Ég óska þess að okkur verði ekki vísað burt og það verði hætt við brott­vísunina. Við viljum ekki fara,“ segir Asa­dullah að lokum.

Asadullah óttast bæði aðstæður í Grikklandi og mág sinn sem hefur ítrekað hótað honum ofbeldi.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari