Í morgun var albanskri fjöl­skyldu, þar á meðal tveggja ára gömlu barni og konu sem gengin var átta mánuði, vísað frá landi. Læknir á kvennadeild Land­spítalans hafði gefið konunni vott­orð þar sem kom fram að konan ætti ekki að fljúga auk þess sem ljósmæður höfðu mælt gegn því að konunni yrði vísað frá landi. Fjöl­skyldan var samt sem áður flutt í lög­reglu­bíl á flug­völlinn um klukkan fimm í morgun.

Frá þessu er greint á Face­book-síðu sam­takanna No Bor­ders. Þau greindu fyrst frá stöðunni í gær­kvöld og fylgdust svo með málinu í alla nótt, þar til fjöl­skyldan var fjar­lægð. Í til­kynningu þeirra kemur fram að um klukkan 18 í gær­kvöldi hafi lög­reglan komið í lokað úr­ræði Út­lendinga­stofnunar og ætlað að hand­taka fjöl­skylduna sem enn bíður svars frá kæru­nefnd Út­lendinga­mála hvað varðar um­sókn þeirra um dvöl á Ís­landi.

Fékk blóðnasir vegna streitu

„Þegar lög­reglan birtist ó­vænt og án fyrir­vara til að hand­taka og brott­vísa þeim í fyrra­málið varð konan fyrir miklu stressi og byrjaði að blæða mikið úr nefi,“ segir í til­kynningu No Bor­ders.

Fjöl­skyldan var þá um leyfi til að fara á spítala sem lög­reglan heimilaði þeim með þeim skil­yrðum að þau yrðu sótt á spítalann klukkan fimm í nótt fyrir brott­vísunar­flugið. Myndin hér að ofan er tekin af sam­tökunum No Bor­ders á kvennadeild þar sem ljós­móðir metur á­stand konunnar.

„Þar sem við sátum og hlustuðum á hraðan hjart­slátt bumbu­búans blikkuðu blá ljós inn um gluggann. Lög­reglan beið beint fyrir utan með ljósin á og fór ekki fyrr en um 23:00 leytið,“ segir í til­kynningunni.

„Þar sem við sátum og hlustuðum á hraðan hjart­slátt bumbu­búans blikkuðu blá ljós inn um gluggann. Lög­reglan beið beint fyrir utan með ljósin á og fór ekki fyrr en um 23:00 leytið“

Í upp­færslu við til­kynningu No Bor­ders klukkan 01:30 í nótt kemur fram að konan hafi fengið vott­orð með upp­lýsingum um hversu langt hún er gengin og að ekki væri mælt með því að hún fljúgi. Þegar konur eru komnar svo langt á með­göngu þurfa þær yfir­leitt sér­stakt vott­orð um að þær geti flogið [e. fit to fly]. Engin for­dæmi séu þó fyrir því að gefa vott­orð um hið gagn­stæða því „enginn læknanna hafði upp­lifað það áður að verið væri að neyða ó­létta konu í flug gegn vilja hennar.“

Vottorð ekki nóg til að stöðva brottvísun

Þó að vonir hafi staðið til þess að vott­orðið myndi hafa eitt­hvað að segja fyrir brott­vísun virðist það ekki hafa verið nóg. Lög­reglan sagði það ekki nóg til að stöðva brott­vísun fólksins og sögðust vera með vott­orð frá trúnaðar­lækni Út­lendinga­stofnunar um að konan gæti flogið.

Í til­kynningu No Bor­ders kemur þó fram að konan muni ekki eftir því að hafa hitt lækni á vegum Út­lendinga­stofnunar, ein­göngu að hún fór í blóð­töku hjá göngu­deild hælis­leit­enda fyrir tíu dögum síðan. Engar frekari skoðanir hafi farið fram, utan þeirrar sem fór fram á kvenna­deild Land­spítalans í nótt og var fram­kvæmd af ljós­mæðrum sem mæltu ein­dregið gegn brott­vísun konunnar.

Klukkan fimm var fjöl­skyldan færð inn í bíl lög­reglunnar til að vera fylgt upp á flug­völl.

Tilkynningu No Borders má sjá hér að neðan.

Í mynd­skeiðinu hér að neðan má sjá lög­regluna fylgja fjöl­skyldunni upp í bíl.