Fimm einstaklingum hefur verið fylgt til Grikklands frá 29. september á þessu ári samkvæmt verkbeiðnum hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra. Engin börn voru í þeim hópi. Á sama tíma hefur 17 einstaklingum verið fylgt til annarra landa. Til stendur að vísa 35 einstaklingum til Grikklands á næstu vikum en í þeim hópi er ein fjölskylda, þar af tvö börn.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra hafa 35 fengið endanlega niðurstöðu í sínu máli hjá Útlendingastofnun og er stoðdeildin því að undirbúa flutning þeirra til Grikklands, þar sem þau hafa áður hlotið vernd. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er unnið að því að upplýsa þessa 35 einstaklinga um að það eigi að fylgja þeim úr landi en átta hafa ekki fundist í búsetuúrræðum eða annars staðar og gætu mögulega verið farin úr landi.

„Unnið er að fleiri fylgdum á næstunni en heildartala um fyrirhugaðar fylgdir á næstu mánuðum liggur ekki fyrir og er háð breytingum. Þá gefur stoðdeild einstaklingum ávallt kost á því fyrst að yfirgefa landið án lögreglufylgdar,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri hjá Ríkislögreglustjóra.

Rauði krossinn, Kven­réttinda­fé­lag Ís­lands, Unicef á Ís­landi, Barna­heill, Mann­réttinda­skrif­stofa Ís­lands og Ör­yrkja­banda­lagið, sendu í vikunni frá sér á­kall vegna brott­vísunarinnar, þar sem þau kalla á stjórn­völd að virða mann­réttindi barna á flótta og hætta við endur­sendingar á þeim til Grikk­lands.

Í á­kallinu for­dæma sam­tökin fyrir­hugaðar endur­sendingar og kalla eftir því að þessu fólki verði boðin vernd hér á landi.

„Við teljum að hags­munir barna séu ekki metnir á heild­stæðan hátt og að á­kvarðanir um endur­sendingar til Grikk­lands skapi börnum hættu sem ís­lensk stjórn­völd beri á­byrgð á, eins og í­trekað hefur verið bent á. Hafa ber í huga að ís­lensk stjórn­völd hafa hingað til ekki sent börn frá Ís­landi til Grikk­lands,“ segir í á­kallinu.