Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar gegn ríkissáttasemjara um að miðlunartillaga hans í vinnudeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins verði felld úr gildi.
Þetta kemur fram í úrskurði á vefsíðu Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.
Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandi telji miðlunartillögu ríkissáttasemjara kæranlega stjórnvaldsákvörðun sem feli í sér inngrip í réttindi kæranda og félagsmanna hans.
Hins vegar metur ráðuneytið ákvörðun sáttasemjara svo að ekki sé heimilt að kæra hana til æðra stjórnvalds.