Kvörtun Fé­lags at­vinnu­rek­enda (FA) vegna Ís­lands­pósts ohf. (ÍSP) hefur verið vísað frá vegna aðildar­skorts. Þetta er niður­staða Úr­skurðar­nefndar fjar­skipta- og póst­mála, sem stað­festir á­kvörðun Póst- og fjar­skipta­stofnunar (PFS) nr. 1/2020 þar að lútandi.

Kvörtun FA laut að gjald­skrá ÍSP fyrir pakka­sendingar innan al­þjónustu, en fé­lagið taldi að um ó­lög­mæta niður­greiðslu væri að ræða sem skaðaði sam­keppnis­hags­muni fjögurra til­tekinna fyrir­tækja innan fé­lagsins.

Í úr­skurði úr­skurðar­nefndarinnar kemur fram að aðild hags­muna­sam­taka að slíkum málum sé háð því skil­yrði að slík hags­muna­gæsla sam­rýmist til­gangi fé­lagsins og að um­tals­verður fjöldi fé­lags­manna eigi beina, veru­lega og lög­varða hags­muni af úr­lausn málsins. „Í ljósi þess að fyrir­tæki innan vé­banda FA eru um 180 talsins af ýmsum stærðum og gerðum og starfa á mörgum og ó­líkum sviðum at­vinnu­lífsins taldi PFS að ekki væri upp­fyllt skil­yrði um að um­tals­verður fjöldi fé­lags­manna FA ætti beinna, sér­stakra, veru­legra og lög­varinna hags­muna að gæta af úr­lausn kvörtunar­málsins, segir í á­kvörðun Póst- og fjar­skipta­stofnunar og hefur úr­skurðar­nefndin nú stað­fest þá niður­stöðu.