Kæru Njarðar Sigurðssonar, bæjarfulltrúa í Hveragerði, vegna leyfis sem bæjarstjórnin gaf fyrir niðurrifi á einbýlishúsi í bænum var vísað frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hann kærði þá ákvörðun bæjarstjórnarinnar frá í okóber að heimila niðurrif á húsinu Skaftafelli í Heiðmörk 23 og byggingu nýs húss á lóðinni.

Kvaðst Njörður telja „að meðferð meirihluta bæjarstjórnar á málinu samrýmist ekki góðum og vönduðum stjórnsýsluháttum og að málið hafi ekki verið kannað til hlítar áður en ákvörðun hafi verið tekin.“. Þá sé húsið sem eigi að rífa innan reits sem njóti hverfisverndar.

Húsið Skaftafell í Hveragerði sem deilt var um. Mynd/Google Earth

Af hálfu bæjaryfirvalda var meðal annars tekið fram að nýja húsið falli vel að formi og hlutföllum núverandi byggðar í hverfinu og sé í samræmi við skilmála um hverfisvernd..

„Við mat á því hvort kærandi eigi lögvarinna hagsmuna að gæta af hinni kærðu ákvörðun verður að líta til þess að hús hans stendur í um það bil 700 metra fjarlægð frá þeirri lóð sem fyrirhugað niðurrif og byggingaráform taka til og er íbúðarbyggð þar á milli. Verður því ekki séð að hin kærða ákvörðun sé til þess fallin að raska persónulegum lögvörðum hagsmunum kæranda, svo sem grenndarhagsmunum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.