Mánaðar­gömlum dreng sem fæddist á Ís­landi, og fjöl­skyldu hans, sem kom til Ís­lands í leit að vernd hefur verið synjað um efnis­lega með­ferð og verður lík­lega vísað úr landi. Fjöl­skylda drengsins kom hingað til lands fyrr á þessu ári og fékk ný­verið synjun frá Út­lendinga­stofnun um að málið yrði tekið til efnis­legrar með­ferðar vegna þess að þau eru viður­kenndir flótta­menn í öðru ríki, það er Grikk­landi.

Niður­staða Út­lendinga­stofnunar hefur verið kærð til Kæru­nefndar út­lendinga­mála og bíða þau enn niður­stöðu hennar.

Þau Meflah og Amani­e komu til Ís­lands frá Grikk­landi fyrr á þessu ári á­samt dóttur sinni, Mayu, sem er núna þriggja ára. Þá var Amani­e gengin um átta mánuði með þeirra annað barn. Þau telja að­stæður í Grikk­landi það slæmar að þeim sé ekki mögu­legt að vera þar á­fram og komu því til Ís­lands.

Hrædd um að barnið yrði tekið af henni

Amani­e er upp­runa­lega frá Palestínu en á einnig upp­runa sinn að rekja til Líbanon og eigin­maður hennar er sýr­lenskur og palestínskur. Þau kynntust í Líbanon og urðu ást­fangin þar en þegar eigin­maður hennar reyndi að fá gögn fyrir sig frá Sýr­landi var hann hand­tekinn.

„Það er ekki skýrt af hverju hann var hand­tekinn en hann var að fara til Sýr­lands og var hand­tekinn á landa­mærunum. Ég held að það hafi verið vegna þess að hann sinnti ekki her­skyldu sinni. Hann gat ekki eftir það snúið aftur til Líbanon og fór því til Tyrk­lands,“ segir Amani­e.

Eftir það fór hún sjálf til Tyrk­lands til að hitta hann og þurfi til að komast til landsins að út­vega sér fölsuð gögn um að hún væri nemi. Þá festist hún í Tyrk­landi og gat ekki snúið aftur til Líbanon með fölsuð gögn.

„Ég varð ó­létt í Tyrk­landi og þorði ekki að fara á spítala því ég var hrædd um að vera vísað úr landi og að þau myndu taka af mér barnið,“ segir Amani­e.

Hún segir að eigin­maður hennar hafi í Tyrk­landi fengið svo­kallað Kimlik-kort sem eru per­sónu­skil­ríki og hann hafi átt rétt á því vegna upp­runa síns í Sýr­landi en hún átti ekki rétt á því vegna þess að Palestína er ekki á­litin stríðs­svæði, en Sýr­land er það.

„Ég varð þá að ferðast til Grikk­lands til að fæða barnið okkar og svo við gætum verið örugg saman,“ segir Amani­e.

Var ólétt og bjó í tjaldi

Þau fóru sjó­leiðina til Grikk­lands frá Tyrk­landi og komu til Grikk­lands á eyjunni Chios og neyddust þar til að skrá fingra­för sín, eins og allir aðrir sem þangað koma og voru þá skráð sem hælis­leit­endur í Grikk­landi.

„Ég var að vonast til þess að geta farið beint til annars lands til að fæða barnið mitt, því ég sá hversu slæmar að­stæðurnar voru í Chios, en ferða­skjölin voru svo lengi á leiðinni að við vorum föst þar,“ segir Amani­e.

Þegar þau komu til Chios voru þau að­skilin og maðurinn hennar látinn sofa í tjaldi þar sem að­eins karl­menn máttu vera og hún í öðru tjaldi með fólki sem hún kannaðist við.

„Þá var ég gengin sex mánuði og bjó í tjaldi,“ segir Amani­e sem segir að hún hafi dvalið í tjaldinu í einn mánuð og eina viku. Það hafi verið kalt og erfitt að vera þar því þá var nóvember.

Hún lýsir að­stæðum í Chios sem hræði­legum. Í tjaldinu voru mýs og erfitt að fá mat sem ekki var út­runninn. Tjöldin eru stað­sett fjarri manna­byggð á eyjunni og því voru þau úti­lokuð frá sam­fé­laginu. Þá voru sturturnar að­eins úti og voru knúnar af sólar­afli og því var ekki endi­lega heitt vatn í þeim á veturna þegar lítið var sól­skin.

Smitaðist af fjölónæmri bakteríu í fæðingu

Eftir að hafa dvalið í tjaldi á Chios fengu þau loks að fara upp á land og voru þá send á hótel við landa­mæri Albaníu. Þar voru þau stödd þegar Amani­e fæddi loks dóttir þeirra, Mayu. Í fæðingunni smitaðist hún af fjöl­ó­næmri bakteríu og rekur það til hræði­legra að­stæðna sem hún fæddi við. Hún fæddi barnið á spítala með keisara­skurði en hjúkrunar­fræðingur á spítalanum hafði í fyrstu reynt að vísa henni frá.

Þeim var þó gert að yfir­gefa hótelið eftir fæðinguna og dvöldu þá á heimili sem þau deildu með öðrum. Innan fárra mánaða var þeim sagt að yfir­gefa heimilið þegar þau fengu dvalar­leyfi. Hún segir að þegar þau fengu dvalar­leyfi hafi allt breyst og þau snar­lega hætt að fá þá þjónustu sem er í boði á meðan fólk bíður.

„Við grát­báðum þau um að bíða þar til við fengjum vega­bréf,“ segir Amani­e og segir að sem dæmi hafi þau áður en þau fengu dvalar­leyfi fengið 340 evrur á viku til að fram­fleyta sér, en ekkert eftir að þau fengu dvalar­leyfi. Þau hafi því ekki getað séð fyrir sér.

Maya, lengst til vinstri, var byrjuð að tala um eins árs en hætti því svo og er algerlega mállaus í dag, þriggja ára.
Fréttablaðið/Valli

Bjuggu á götunni

Það má í þessu sam­hengi nefna það að sam­kvæmt úr­skurðum Kæru­nefndar út­lendinga­mála og skýrslu ECRE „hafa ein­staklingar með al­þjóð­lega vernd að­gang að at­vinnu­markaðnum undir sömu skil­yrðum og ríkis­borgarar Grikk­lands. Ekki er þörf á sér­stöku at­vinnu­leyfi. At­vinnu­leysi er hins vegar mikið í landinu og sam­keppni við grísku­mælandi ein­stak­linga á­samt erfið­leikum við að fá skatt­númer út­gefið dregur úr at­vinnu­mögu­leikum hand­hafa al­þjóð­legrar verndar. Sam­kvæmt rann­sókn frá 2018 hafi þeir flótta­menn sem hafi verið með at­vinnu þar í landi venju­lega verið í ó­skráðu starfi sem leiðir meðal annars til þess að þeir hafi ekki að­gang að al­manna­trygginga­kerfinu.

Eftir að þeim var vísað af heimilinu voru þau því heimilis­laus og gátu ekki fram­fleytt sér með auð­veldum hætti. Hún segir að á meðan þau voru í Grikk­landi hafi þau þegið að­stoð frá ýmsum hjálpar­sam­tökum en ekki frá ríkinu eftir að þau fengu dvalar­leyfið.

„Við bjuggum því í fyrstu á götunni en tókum fljótt eftir því að fólk fór eitt­hvað annað og á­kváðum að fylgja þeim í Ammonia sem var þekkt hústöku­svæði í Aþenu,“ segir Amani­e.

Hún segir að eftir það hafi þau iðu­lega flutt á milli húsa sem þau tóku sér ból­festu í.

„Við fórum frá yfir­gefnum skóla, í yfir­gefið hús og svo á götuna aftur. Þannig gekk það aftur og aftur í Grikk­landi,“ segir Amani­e.

Drengurinn fæddist á kvennadeild Landspítalans.
Fréttablaðið/Stefán

Þriggja ára og talar ekki vegna áfalla

Á þessum tíma var Maya, dóttir þeirra, orðin eins árs og sagði nokkur orð eins og nafnið sitt, en í dag er hún þriggja ára og talar ekki.

„Hún talar aldrei og ég held að það sé vegna stöðugra á­falla þegar lög­reglan hafði í­trekað af­skipti af okkur þegar við bjuggum á götunni í Grikk­landi,“ segir Amani­e.

Að sögn Amani­e hefur stúlkan ekki fengið neina að­stoð á Ís­landi og hefur ekki enn verið inn­rituð á leik­skóla.

Amani­e fékk að lokum vega­bréfið sitt og þá á­kváðu þau að fara frá Grikk­landi og fóru í gegnum Holland til Ís­lands. Þá var hún gengin um átta mánuði með annað barn þeirra og hafði að­eins verið hér á Ís­landi í um tvær til þrjár vikur þegar hún fæddi barnið á Land­spítalanum, lítinn dreng.

„Ég fór í bráða­keisara og var með mikinn járnskort vegna næringar­skorts,“ segir Amani­e og segir að drengurinn hafi einnig verið illa staddur og hafi þurft að fá blóð­gjöf við fæðinguna.

Aðstæður orðnar betri í Grikklandi

Eftir að­eins tveggja mánaða dvöl hér á Ís­landi fengu þau synjun frá Út­lendinga­stofnun um að mál þeirra yrði tekið til efnis­legrar með­ferðar en var bent á að þau gætu kært synjunina til Kæru­nefndar Út­lendinga­mála sem þau hafa gert og bíða nú niður­stöðu hennar.

„Það eina sem ég vil fyrir fjöl­skylduna mína er öryggi og að börnin mín geti gengið í skóla og að dóttir mín byrji að tala aftur. Ég er mjög hrifin af Ís­landi og það hafa allir komið vel fram við okkur hér,“ segir Amani­e að lokum.

Kæru­nefnd komst að því seint á síðasta ári, eftir að tekið var hlé frá brott­vísunum til Grikk­lands í mars vegna CO­VID-19, að að­stæður væru nú orðnar betri í Grikk­landi og því væri í lagi að hefja á ný að vísa fólki aftur til Grikk­lands.

Enn sem komið er hefur nefndin ekki stað­fest synjun neinnar barna­fjöl­skyldu en bara á þessu ári hefur í það minnsta 34 ein­stak­lingum verið til­kynnt um brott­vísun aftur til Grikk­lands og vísað til þess að þau eru þegar með vernd þar og að­stæður hafi batnað þar. Stað­festi kæru­nefndin á­kvörðun Út­lendinga­stofnunar í máli Salem-fjöl­skyldunnar getur stofnunin aftur byrjað að senda barna­fjöl­skyldur til Grikk­lands.

Í úr­skurðum kæru­nefndar sem varða ein­stak­lingana sem á að vísa til Grikk­lands segir að þrátt fyrir að skýrslur um að­stæður ein­stak­linga sem njóti al­þjóð­legrar verndar þar séu að „ein­hverju leyti lakari en að­stæður þeirra hér á landi, m.a. m.t.t. inn­taks fé­lags­legrar að­stoðar og að­gangs að fé­lags­legum hús­næðis­úr­ræðum, er það mat nefndarinnar að al­mennar að­stæður ein­stak­linga sem njóta al­þjóð­legrar verndar í Grikk­landi séu ekki þess eðlis að þær, einar og sér, teljist til sér­stakra á­stæðna. Í því sam­bandi hefur nefndin jafn­framt litið til þess sem fram kemur í 32. gr. a reglu­gerðar um út­lendinga að efna­hags­legar á­stæður geti ekki talist til sér­stakra á­stæðna.“

Hvað varðar að­stæður er tengjast CO­VID-19 telur nefndin að þær tak­markanir sem fólk býr við vegna far­aldursins séu tíma­bundnar og „að með til­komu bólu­efnis sjái nú fyrir endann á þeim að­stæðum sem ríkt hafa undan­farna mánuði vegna Co­vid-19 far­aldursins, hér á landi sem og annars staðar, þ.á. m. í Grikk­landi. Það er því mat kæru­nefndar að sú ó­vissa sem ríkti í vor og leiddi til þess að um­sóknir ein­stak­linga með al­þjóð­lega vernd í Grikk­landi voru teknar til efnis­með­ferðar sé ekki lengur til staðar og því sé ekki um sér­stakar á­stæður að ræða í málinu í skilningi. 2. mgr. 36. gr. laga um út­lendinga.“