VÍS hefur ákveðið að hætta útleigu á barnabílstólum. Þetta kemur fram á vef félagsins. Þeir sem eru með stól á leigu geta þó notað þá eins lengi og þeir þurfa - en ekki skipt upp í nýjan.

„Þegar stóll­inn verður óþarf­ur er hægt að skila hon­um á næstu þjón­ustu­skrif­stofu okk­ar. Þeir sem eru á biðlista eft­ir barna­bíl­stól munu fá af­hent­an stól á næst­unni. Haft verður sam­band þegar hann er til­bú­inn til af­hend­ing­ar,“ segir á vef VÍS.

Fram kemur að fyrir 25 árum hafi næstum þriðja hvert barn verið laust í bílnum. Aðgengi að vönduðum stólum hafi verið lítið. „Í dag heyr­ir það til und­an­tekn­inga að börn séu ekki í bíl­stól­um og úr­valið af ör­ugg­um stól­um hef­ur aldrei verið betra.  Við telj­um að nú sé tíma­bært að beina kröft­um okk­ar að öðrum for­varn­ar- og ör­ygg­is­verk­efn­um þar sem þörf­in er meiri.“