Enn mælist gos­ó­rói og skjálfta­virkni á Reykja­nesi en að sögn náttúru­vá­sér­fræðinga Veður­stofu Ís­lands minnkaði ó­róinn og skjálfta­virknin að­eins um miðja nótt en jókst síðan aftur um fimm leitið í morgun.

Líkt og greint var frá í gær mældist ó­róa­púls suður af Keili við Litla Hrút skömmu fyrir klukkan 15 í gær en slík merki mælast í að­draganda eld­gosa. Enn sem komið er hefur eld­gos ekki hafist á svæðinu.

15 til 20 skjálftar yfir 3,0 að stærð

Frá mið­nætti hafa tæp­lega 800 skjálftar mælst á Reykja­nes­skaga en um 2.500 jarð­skjálftar mældust á svæðinu í gær. Skjálftarnir eru hluti af hrinu sem hefur verið í gangi á Reykja­nesi í rúma viku.

Alls mældust um það bil 15 til 20 skjálftar yfir 3,0 að stærð frá mið­nætti en stærsti skjálftinn varð skömmu fyrir eitt í nótt við Fagra­dals­fjall og var 4,1 að stærð.

Fjórir snarpir skjálftar mældust síðan milli klukkan fjögur og sex, einn af stærðinni 3,6, tveir af stærðinni 3,9, og loks einn af stærðinni 4,0 klukkan korter í sex í morgun. Virknin er aðal­lega bundin við Fagra­dals­fjall en færðist að­eins í suð­vestur miðað við virknina í gær.

Í dag kl. 00:59 varð jarðskjálfti 4,1 að stærð 1,4 km SA af Fagradalsfjalli.

Posted by Veðurstofa Íslands on Miðvikudagur, 3. mars 2021