Heil­brigðis­ráð­herra hefur á­kveðið að virkja bak­varða­sveit heil­brigðis­þjónustunnar vegna fjölgunar Co­vid-19 smita í sam­fé­laginu. 84 smit greindust innan­lands í gær og sex á landa­mærunum.

Fram kemur í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu að virkjun bak­varða­sveitarinnar sé nauð­syn­legt við­bragð til að mæta mönnunar­vanda sem getur skapast vegna ýmist veikinda eða tíma­bundinnar sótt­kvíar heil­brigðis­starfs­fólks ef smit kemur upp á heil­brigðis­stofnunum, líkt og gerst hefur á Land­spítala þar sem deild 12G er nú í sótt­kví.

Helst vantar nú á Land­spítalann bæði hjúkrunar­fræðinga og sjúkra­liða.

Biðlað er til heil­brigðis­starfs­fólks sem hefur tök á að veita tíma­bundið liðsinni ef á reynir um að skrá sig í bak­varða­sveitina.

Fyrirkomulag sem hefur reynst vel

Greint var frá því í gær að deild 12G yrði lokuð næstu daga og að breyta ætti smit­sjúk­dóma­deild spítalans aftur í Co­vid-deild.

Í til­kynningu stjórnar­ráðsins segir að bak­varða­sveit heil­brigðis­þjónustu hafi verið­sett á fót í upp­hafi CO­VID-19 far­aldursins þegar ljóst var að mikil­vægar heil­brigðis­stofnanir gætu lent í mönnunar­vanda vegna veikinda­fjar­vista starfs­fólks eða fjar­vista vegna sótt­kvíar.

„Þetta fyrir­komu­lag hefur reynst afar vel og skipt sköpum þegar heil­brigðis­stofnanir hafa þurft að manna stöður með litlum sem engum fyrir­vara. Í ljósi þess að smitum af völdum CO­VID hefur farið fjölgandi undan­farið og ljóst að mikil­væg heil­brigðis­þjónusta getur raskast ef smit koma upp telja heil­brigðis­yfir­völd nauð­syn­legt að óska eftir heil­brigðis­starfs­fólki á skrá í bak­varðar­sveitinni sem er reiðu­búið að hlaupa í skarðið ef á reynir.“

Nánari upplýsingar um skráning og um sveitina sjálfa er að finna á vef stjórnarráðsins.