Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, greindi frá því á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að virks smit væru nú í öllum lands­hlutum. Í gær greindust níu með veiruna innan­lands, einn á Austur­landi, einn á Vestur­landi og af­gangurinn á höfuð­borgar­svæðinu.

Alls eru 90 virk smit á landinu. Flest smit síðustu daga hafa verið rakin til ís­lenskra og er­lendra ferða­manna.

Síðustu upp­lýsingar úr rað­greiningu sýna að veirurnar til­heyra enn bara annarri hóp­sýkingunni þannig að nýjar tegundir veirunnar eru ekki að sjást innan­lands. 436 sýni voru skimuð á veiru­fræði­deild Land­spítalans í gær og voru um tvö prósent þeirra já­kvæð.

Enginn á sjúkra­húsi

Sjúk­lingurinn sem lá inni á Land­spítalanum var út­skrifaður í dag og liggur því enginn á sjúkra­húsi vegna Co­vid-19 á landinu. „Það er á­nægju­legt að við erum ekki að sjá aukningu í al­var­legum veikindum,“ sagði sótt­varna­læknir.

Þór­ólfur benti á að mikil líkindi væru með fjölgun smita nú og þegar fyrsta bylgja reið yfir. „Bylgjan núna líkist mjög svo þróuninni síðast­liðinn vetur þegar kemur að vextinum.“ Mikil­vægt væri fyrir lands­menn að standa saman á þessum tímum.

„Ég held að það sé ekki alveg tíma­bært að herða á að­gerðum, þó að það séu margir sem kalla á eftir því.“ Mögu­legt væri þó að slíkt yrði gert ef út­breiðsla far­aldursins héldi á­fram að aukast.

Breyta landa­mæra­skimun.

Einnig er til skoðunar hjá stjórn­völdum að breyta skimun við landa­mærin. „Einkum í ljósi þess að við erum að vinna á há­marks­getu við landa­mærin.“ Þór­ólfur hyggst senda til­lögu um téðar breytingar til stjórn­valda í dag.

Tekin voru sýni úr um 1100 far­þegum í gær en í heildina komu um 2500 far­þegar til landsins. Frá 15. júní síðast­liðinn hafa um 111 þúsund far­þegar komið til landsins og sýni verið tekið úr um 71 þúsund ein­stak­lingum.

Einungis 27 hafa greinst með virkt smit og rúm­lega hundrað með gömul smit við landa­mærin. Þrátt fyrir að smitin séu til­tölu­lega fá sagði Þór­ólfur ljóst að þjóðin hefði ekki viljað fá smitin inn í sam­fé­lagið.

Ekki út­breitt í sam­fé­laginu

Skimun Ís­lenskrar erfða­greiningar (ÍE) heldur á­fram og hefur stofnunin skimað yfir fjögur þúsund manns. Einungis þrjú þeirra reyndust vera já­kvæð.

Þór­ólfur sagði skimun ÍE benda til þess að smit væri ekki mjög út­breitt í sam­fé­laginu. Næstu dagar og vikur muni síðan sýna hvort þær tak­markanir sem hefur verið gripið til muni skila árangri.