Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir erfitt að segja til um það hve­nær engin virk smit verði eftir á landinu. Hann býst þó við að það geti orðið á næstu dögum.

Virk smit í landinu eru nú að­eins þrjú talsins miðað við upp­lýsingar al­manna­varna í gær en enginn er inni­liggjandi á sjúkra­húsi. Alls voru 305 sýni tekin til greiningar í gær, 121 á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala og 184 hjá Ís­lenskri erfða­greiningu.

Þór­ólfur tekur fram í sam­tali við Frétta­blaðið að hann viti ekki ná­kvæm­lega hvar ein­staklingarnir þrír séu staddir í sínum veikindum.

„Fólk er á­kveðinn tíma í ein­angrun og svo eru það þeirra læknar sem lýsa því yfir hve­nær þeim er batnað og ná­kvæm­lega hvar þeir eru staddir veit ég ekki. En það verður nú bara á næstu dögum sko,“ segir Þór­ólfur.

„Það er talað um að fólki geti batnað eftir tvær vikur frá byrjun ein­kenna eða ef minnsta kosti sjö dagar hafa liðið og þeir eru ein­kenna­lausir. Og ná­kvæm­lega hvernig er með þessa þrjá veit ég ekki.“