Fata­hönnuðurinn Virgil Abloh er látinn að­eins 41 árs gamall. Abloh var stofnandi og eig­andi tísku­hússins Off-White auk þess að vera list­rænn stjórnandi hjá Louis Vuitt­on frá árinu 2018.

Abloh greindist með sjald­gæft hjarta­krabba­mein árið 2019 og á­kvað að heyja sína bar­áttu fjarri sviðs­ljósinu. Fjöl­skylda hans til­kynnti um and­látið á Insta­gram-síðu hans í dag í hjart­næmri færslu. Hann skilur eftir sig konu, Shann­on Abloh, og tvö börn, Lowe og Grey Abloh.