Með­fylgjandi mynd var tekin á vett­vangi í gær­kvöldi þegar lög­reglan hafði af­skipti af þremur er­lendum ferða­mönnum á veitinga­húsi í mið­borginni. Ferða­mennirnir sem um ræðir voru ný­komnir til landsins og áttu að vera í sótt­kví.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu birti myndina á Face­book-síðu sinni til að minna fólk á að virða sótt­kví, enda ekki van­þörf á.

„Við þurfum að hafa um­tals­verðan við­búnað þegar við höfum af­skipti af fólki sem brýtur sótt­kví til að tryggja öryggi okkar fólks sem fer í svona út­köll, eins og sjá má á með­fylgjandi mynd, sem tekin var á vett­vangi í gær­kvöldi, þegar ferða­mennirnir voru hand­teknir. Það er graf­alvar­legt mál að brjóta sótt­kví - því með þannig ó­á­byrgri hegðun getur þú stefnt lífi og öryggi annara í hættu. Virðum sótt­kví, það er dauðans al­vara,“ sagði lög­reglan í færslu sinni.

Fólkið var hand­tekið og fært á lög­reglu­stöð til skýrslu­töku, en þess er getið í skeyti sem lög­reglan sendi frá sér í morgun að lög­regla hafi áður verið búin að hafa af­skipti af fólkinu þar sem til­kynnt var um brot á sótt­kví. Ferða­mennirnir eiga flug frá landinu á morgun.

Virðum sóttkví - það er dauðans alvara! Afskipti voru höfð af þremur erlendum ferðamönnum á veitingahúsi í...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunnudagur, 27. september 2020