Meirihlutaviðræður í Reykjavík ganga vel að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata. „Við héldum áfram þessari vegferð í gegnum málaflokkana, við förum síðan aftur yfir einhver mál til að leysa ágreiningsefni.“

Píratar, Samfylking, VG og Viðreisn funda klukkan eitt í dag í FB. Um framhaldið segir Dóra: „[Það] gæti gengið að klára þetta á næstu dögum. Skýrist sennilega betur í dag.“ Verkaskipting hefur ekki verið rædd formlega. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur sagt að einhver oddvitanna verði borgarstjóri.