Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur í dag formlegar viðræður við Framsókn og óháða um myndun meirihluta í bænum.

„Við erum búin að hitta fulltrúa allra flokka frá því að niðurstöður lágu fyrir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, og bætir því við að þau hjá flokknum hafi einnig fundað stíft frá kosningum. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við vildum láta á þetta reyna.“

Rósa telur flokkana tvo standa nálægt hvor öðrum málefnalega og að einstaklingarnir á listanum séu líklegir til að ná saman. Hún er því bjartsýn fyrir komandi viðræður flokkanna.