Í helmingi mann­dráps­mála frá 1999 til 2020 var gerandi kunningi eða vinur. Í 22 prósent til­fella var gerandi maki eða fyrr­verandi maki. Þetta kemur fram í svari dóms­mála­ráð­herra við fyrir­spurn frá Bryn­dísi Haralds­dóttur um of­beldi í nánum sam­böndum.

Þar kemur einnig fram að ó­kunnugir hafi að­eins verið ger­endur í tólf prósent mála og að í fimm­tán prósent til­fella hafi verið um að ræða annars konar fjöl­skyldu­tengsl.

Gögnin sem eru birt í svari dóms­mála­ráð­herra koma frá ríkis­lög­reglu­stjóra, úr mála­skrá em­bættisins. Vakin er at­hygli á því að undir flokkinn kunningjar/vinir geta fallið þau til­vik þegar verknaðurinn beinist gegn nú­verandi maka þess sem gerandi átti áður í nánu sam­bandi við.

Bryn­dís spurði einnig í fyrir­spurn sinni hvort að fram­kvæmd hafi verið at­hugun á fjölda til­kynninga til lög­reglu vegna of­beldis í nánu sam­bandi í að­draganda mann­drápa sem tengjast slíku of­beldi.

Í svari ráð­herra kemur fram að við rann­sókn hjá lög­reglu sé for­saga könnuð ef til­efni er til.

„Þannig getur fjöldi fyrri til­kynninga komið til skoðunar í hverju máli fyrir sig. Það hefur þó ekki verið fram­kvæmd sér­stök at­hugun á fjölda slíkra til­kynninga. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá ríkis­lög­reglu­stjóra er verið að skoða mögu­leikann á því að kanna sér­stak­lega og leggja heild­stætt mat á þau mál sem hafa komið upp og munu koma upp í fram­tíðinni þar sem mann­dráp hefur átt sér stað og tengjast of­beldi í nánum sam­böndum. Við þá vinnu yrði horft m.a. til sam­bæri­legrar vinnu breskra stjórn­valda og Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar (e. World Health Organization),“ segir að lokum.

Svarið er í heild sinni hér.