Oddvitar sósíalista og vinstri grænna vilja báðir sjá vinstri stjórnarmeirihluta í Reykjavíkurborg á næsta kjörtímabili. Sósíalistaflokkurinn bætir við sig samkvæmt skoðanakönnunum frá síðustu kosningum og gæti náð inn tveimur borgarfulltrúum. Vinstri græn dala aðeins frá því í síðustu kosningum en halda inni einum manni, samkvæmt könnunum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík og Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna verða gestir á Fréttavaktinni klukkan 18:30 í kvöld í opinni dagskrá á Hringbraut.

Sanna segist ekki vilja vinna með auðvaldinu. Hér má heyra brot úr viðtali kvöldsins: