Stuðningur við Vinstri græna minnkar nokkuð sam­kvæmt nýjum Þjóðar­púls Gallup. Hann mælist nú 10,6 prósent, rúm­lega tveimur prósentu­stigum frá síðasta Þjóðar­púls, sem gerður var í nóvember. Þá mældist hann 13 prósent en flokkurinn fékk 12,6 prósent at­kvæða í þing­kosningum í lok septem­ber.

Stuðningur við hina ríkis­stjórnar­flokkana tvo eykst ör­lítið frá fyrri Þjóðar­púls. Sjálf­stæðis­flokkurinn mælist með 23,3 prósent og fer úr 22,7 prósent. Hann hlaut 24,4 prósent at­kvæða í Al­þingis­kosningunum.

Fram­sókn mælist með meira fylgi en í kosningunum, 17,7 prósent á móti 17,3 prósent í kosningunum. Í nóvember sögðust 17 prósent svar­enda styðja flokkinn.

Stuðningur við hina ríkis­stjórnar­flokkana tvo eykst ör­lítið frá fyrri Þjóðar­púls.
Mynd/Gallup

Þá sögðust 62 prósent styðja ríkis­stjórnina, tveimur prósentu­stigum fleiri en í nóvember.

Ekki urðu miklar breytingar á stuðningi við aðra flokka, á bilinu 0,1 til 0,7 prósentu­stig. Þá sögðust ríf­lega sex prósent að þau myndu skila auðu og um átta prósent tóku ekki af­stöðu eða vildu ekki gefa hana upp.

Um er að ræða net­könnun sem gerð var 1. til 30. desember. Úr­takið var 7.890 manns og tóku 51,2 prósent þátt úr Við­horfa­hópi Gallup. Vik­mörk á fylgi flokkanna eru 0,6 til 1,4 prósent.

Alls 62 prósent styðja ríkis­stjórnina, tveimur prósentu­stigum fleiri en í nóvember.
Mynd/Gallup