Mikill við­búnaður er nú hjá Vinstri grænum vegna flokks­ráðs­fundar í lok ágúst og leyni­legrar sumar­ferðar í kjöl­far hans.

„Undir­búningur ferðarinnar er í öruggum höndum Siggu Gísla, formanns VG á Ísa­firði. Hún býst við fjöl­menni og er búin að taka frá mest­allt laust gisti­rými í bænum og á nær­liggjandi svæðum þessa helgi,“ segir í Föstu­dags­fréttum VG.

Tekin hafa verið frá her­bergi á Mánagistingu, Gamla gisti­heimilinu og í Holti í Önundar­firði.

„Auk þess er enn eitt­hvað laust á Hótel Ísa­firði og í ýmsum Airbnb gisti­rýmum. Endi­lega tryggið ykkur gistingu sem fyrst, því mikið álag er á ferða­þjónustu á Vest­fjörðum núna,“ er væntan­legum flokks­ráðs­full­trúum ráð­lagt í Föstu­dags­fréttum VG.