Sex þing­menn Fram­sóknar­flokksins hafa lagt til for­seta Al­þingis að skipaður verði þver­pólitískur starfs­hópur um Al­þingi sem fjöl­skyldu­vænan vinnu­stað. „Okkar upp­lifun er að vinnu­um­hverfi kjörinna full­trúa er ekki mjög fjöl­skyldu­vænt á Al­þingi,“ segir Ás­gerður K. Gylfa­dóttir, fyrsti flutnings­maður á­lyktunar.

„Ég er varaþingmaður flokksins og hef verið tals­vert á þingi núna og í fyrra og upp­lifun mín af því að koma inn er að það er mikið vinnu­á­lag og skipu­lag gæti verið betra.“ Ás­gerður bendir á að dag­skrá nefndar­funda liggi ekki alltaf fyrir fyrr en kvöldið áður en fundir fara fram, þrátt fyrir að nefndar­með­limir þurfi að undir­búa sig.

Á bak­vakt allan sólar­hringinn

„Það þarf að vera meiri fyrir­sjáan­leiki í skipu­lagi vinnunnar þannig fólk hafi tíma til að undir­búa sig innan eðli­legs vinnu­tíma.“ Vinnu­dagar séu einnig langir á­samt því sem ætlast er til að þing­menn mæti á fjölda við­burða. „Þing­manns­starfið er 24/7 starf.“

Ás­gerður bendir á að árið 2009 hafi verið skipaður starfs­hópur sem hafði það hlut­verk að gera Al­þingi fjöl­skyldu­vænna. „Það virðist lítið hafa vera gert síðan hann var stofnaður og það lítur út fyrir að hann hafi lognast út.“ Þó hafi verið gerðar breytingar á þing­sköpum um lengd þing­funda sem mega nú ekki vera fram eftir kvöldi alla daga að sögn Ás­gerðar.

Lítill tími gefst fyrir fjölskyldulífið í þingmennskunni að matti þingmanna Framsóknarflokksins.
Fréttablaðið/Getty

Þing­mennskan á allra færi

Í þings­á­lyktunar­til­lögunni er sjónum beint að því að sam­kvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé kveðið á um að at­vinnu­rek­endur geri nauð­syn­legar ráð­stafanir til að gera öllum kleift að sam­ræma starfs­skyldur sínar og á­byrgð gagn­vart fjöl­skyldu. Þessar ráð­stafanir eiga sam­kvæmt lögunum að miða að því að auka sveigjan­leika í skipu­lagningu á vinnu og vinnu­tíma þannig að bæði sé tekið til­lit til fjöl­skyldu­að­stæðna starfs­manna og þarfa at­vinnu­lífsins.

„Þegar fólk er með fjöl­skyldu kemur vinnan niður á fjöl­skyldu­lífinu svo það þarf að skoða þetta og reyna að færa Al­þingi nær þeim stöðlum sem við teljum eðli­lega í dag.“ Í því skyni væri nauð­syn­legt að leggja til breytingar á lögum um þing­sköp Al­þingis svo að þing­mennska megi vera á færi allra, óháð kyni, bú­setu og fjöl­skyldu­að­stæðum.