Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram drög að reglugerð um að vernd almannatrygginga nái til atvinnusjúkdóma. Reglugerðin byggist á leiðbeiningum ESB.
Atvinnusjúkdómar eru í fyrsta skipti skilgreindir hér á landi. Það eru sjúkdómar sem orsakast af vinnu fólks, svo sem vegna útsetningar gagnvart efnum. Með reglugerðinni verða að vera skýr tengsl milli útsetningarinnar og varanlegra skaðlegra áhrifa á heilsu hans.
Atvinnusjúkdómar eru mýmargir. Meðal þeirra eru heilaáverkar vegna leysiefna, húðsjúkdómar og krabbamein vegna snertingar við ákveðin efni, innöndunarsjúkdómar eins og steinlunga vegna asbests eða lungnasjúkdómar tengdir innöndun á álgufu, stífkrampi og sníkjudýrasjúkdómar sem berast frá dýrum og heyrnarskemmdir vegna hávaða. Þá er Covid-19 á lista fyrir fólk sem starfar í heilbrigðisgeiranum eða við félagsþjónustu.