Far­þegar tíu flug­véla sitja nú fastir í Leifs­stöð og komast ekki frá borði vegna veðurs en átta þeirra véla eru frá Icelandair. Vinnan er hafin við að koma far­þegunum frá borði. Icelandair hefur fellt niður öll flug sín í kvöld vegna veðurs, alls ellefu talsins.


Einni vél Icelandair sem kom frá Ber­lín var þá vísað til Egils­staða vegna veðursins og munu far­þegar hennar gista þar í nótt. Ein vél frá Wizz air lenti einnig á Egils­stöðum. Þetta stað­festir Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Icelandair, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Alls hafa far­þegar tíu véla setið fastir á Leifs­stöð í kvöld eftir að á­kveðið var að hætta að nota land­göngu­brýr vegna veðurs.


Guð­jón Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Isavia, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að vinna sé hafin við að koma land­göngu­brúnum aftur í notkun og vonar að far­þegar allra vélanna komist frá borði sem fyrst.

Ekki ætur biti í vélinni

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, er meðal þeirra sem sitja fastir um borð í flug­vél á flug­vellinum núna. Hann var að koma með vé Norwegian frá Tenerife sem milli­lenti á Gatwick.

„Nú eru komnir tólf tímar síðan við gengum um borð. Spurning hve­nær við komumst inn í flug­stöð. Ekki ætur biti í vélinni,“ segir Njáll í færslu á Face­book í kvöld.

Lent í Keflavík eftir að hafa millilent á Gatwick á leið okkar frá Tenerife. Nú eru komnir tólf tímar síðan við gengum um borð. Spurning hvenær við komumst inn í flugstöð. Ekki ætur biti í vélinni.

Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Sunday, January 12, 2020