Vegagerðin hefur greint frá því að vinna við fyrsta áfanga Borgarlínu er hafin.

Verkefnastofa Borgarlínu starfar á grundvelli samkomulags milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem lagður var grunnur að í samgönguáætlun. Samkomulagið felur í sér að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Vegagerðin skipti með sér kostnaði vegna undirbúningsvinnunnar á árunum 2019 og 2020 og brúa þannig bil þar til samkomulag hefur náðst um fyrirkomulag og fjármögnun á öllum samgöngukerfum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin.

Tilgangur verkefnastofunnar, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar, er að ljúka forhönnun Borgarlínu, yfirfara leiðarkerfi almenningssamgangna, kostnaðarmat, skipulagsvinnu og gerð umhverfismats þannig að hægt verði í framhaldinu að hefja verkhönnun og undirbúa gerð útboðsgagna fyrir framkvæmdir.

BRT Planning International (BRTPlan) mun vera Verkefnastofu til ráðgjafar í ferlinu. Fyrirtækið starfar í Brooklyn í New York í Bandaríkjunum og hefur komið að skipulagi og framkvæmdum BRT kerfa í norður og suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu.

Fyrirtækið hefur sinnt ráðgjöf til stofnana á borð við ITDP (Institute for Transportation and Development Policy), Alþjóðabankann og þróunarbanka Asíu. Aðalráðgjafi BRTPlan vegna undirbúnings Borgarlínu verður Annie Weinstock en á heimasíðu BRTPlan segir að fyrirtækið hafi helst unnið að hönnun kerfa fyrir borgirnar Jóhannesarborg, Chicago, Guangzhou, Ahmedabad, Höfðaborg, og Dar es Salaam