Sig­ríður Margrét Odds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Lyfju, segir að sjálfs­prófin sem Lyfja hefur pantað að utan upp­fylla öll skil­yrði nýrrar reglu­gerðar. Starfs­fólk Lyfju vinnur nú hart að því að tryggja að leið­beiningar og fylgi­seðlar séu skýrir áður en sjálfsprófin fara í sölu.

Svan­dís Svavars­dótt­ir heil­brigðis­ráð­herra breytti reglu­­gerð um hrað- og sjálfs­­próf á þann veg í gær að ein­stak­ling­um er heim­ilt að nota sjálfs­­próf til grein­ing­ar Co­vid-19 á sjálf­um sér.

Prófin þurfa að upp­fylla á­kveðna staðla. Annars vegar að vera CE-vottuð og hafa 90% næmi. Hrað­prófin þurfa að hafa 97% sér­tæki og heima­prófin 95% sér­tæki, sam­kvæmt reglu­gerðinni.

„Við höfum í okkar undir­búningi lagt á­herslu á fjóra þætti. Það er CE- merkingin. Það er lykil­at­riði. Það er að prófin hafi verið skoðuð af ó­háðum þriðja aðila, næmnin og svo sér­tækið. Í okkar prófum er næmnin 96 prósent og sér­tækið er 100 prósent,“ segir Sig­ríður.

Hraðprófin góður kostur fyrir hópfundi og viðburði

Sigríður segir hins vegar mikil­vægt að allir þeir sem eru með ein­kenni fari í PCR-próf enda eru sjálfsprófin ekki 100 prósent ná­kvæm.

„Þessi sjálfs­próf eru þannig að af 100 sem taka prófið og eru með co­vid-19 þá greina prófin 96 þeirra. Þannig það eru fjórir sem sleppa í gegn. Þannig ef þú ert með ein­kenni áttu að fara í PCR próf,“ segir Sig­ríður.

„Reglu­gerðin er þannig, eftir að henni var breytt, að ef þú tekur sjálfs­próf og ert já­kvæður þá áttu að fara í PCR-próf. Það skiptir miklu máli,“ segir Sig­ríður.

„Við erum með þessu að opna á þann mögu­leika að við getum sjálf verið að taka próf ef við erum ekki með ein­kenni. Þannig líður okkur betur ef við erum að fara á hóp­fundi eða við­burði. Vitandi þá að við séum að öllum líkindum ekki með co­vid-19,“ segir Sig­ríður.

Þór­ólfur Guðna­­son sótt­varna­læknir sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að hann hafi mikla trú á hraða­­prófunum en telur mikil­­vægt að fólk viti kosti og galla þeirra.

Á­reiðan­leiki hrað­prófana fer eftir því hversu mikið magn er af veitur í nef­kokinu.

Mikilvægt að leiðbeiningarnar séu skýrar

Spurð um hve­nær má vænta þess að sjálfs­prófin fara í sölu segir Sig­ríður unnið sé hart að því að koma þeim í sölu sem fyrst.

„Við erum að vinna í því núna. Það fór allt á fullt hjá okkur í gær. Við vorum búin að panta prófin og þau eru að leiðinni til okkar en eðli málsins sam­kvæmt er á­kveðin vinna sem þarf að eiga sér stað. Það eru skráningar, fylgi­seðlar og leið­beiningar sem þarf að ganga frá,“ segir Sig­ríður.

Hún segir að það skiptir máli hvernig prófin eru tekin en ef það er ekki gert rétt þá ertu ekki með ná­kvæmt próf.

„Þess vegna erum við að leggja mikla á­herslu á þessa undir­búnings­vinnu og tryggja það að allar þessar leið­beiningar séu ein­faldar og góðar. Við ætlum að gera kynningar­mynd­band líka þar sem við sýnum hvernig þetta er gert.“‘