Innlent

Vindur og væta í dag en léttir til á morgun

Í dag verður rigning víða um land og vindur. Snarpar vindhviður á Snæfellsnesi og Vestfjarðakjálkanum, varasamt verður í dag fyrir létt farartæki og tengivagna sem taka á sig vind. Á morgun á að létta til.

Á morgun dregur úr vindi og úrkomu, víða verður orðið þurrt seinnipartinn Fréttablaðið/Anton Brink

Á vestanverðu landinu má búast við sunnan 8 til 18 metrum á sekúndu og rigningu í dag. Snarpar vindhviður verða á Snæfellsnesi. Á austanverðu landinu verður heldur hægari suðvestan átt og að mestu leyti þurrt. Á norðanverðu landinu verður suðvestan 12 til 20 metrar á sekúndu síðdegis. Hiti verður 8-20 stig og hlýjast verður á Austurlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings í dag kemur fram að varasamt verður í dag fyrir létt farartæki og tengivagna sem taka á sig vind. Búast má við allt að 15 til 20 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum á norðanverðu Snæfellsnesinu og á Vestfjarðakjálkanum. Það sama gildir um Norðvesturland síðdegis í dag og fram á morgundag.

Á morgun dregur úr vindi og úrkomu, víða verður orðið þurrt seinnipartinn og suðlæg átt 5 til 13 metrar á sekúndu annað kvöld. Hvassast verður á Norðvesturlandi. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðlæg átt, 5-13, og fer að rigna, fyrst SV-til, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 18 um landið NA-vert. 

Á sunnudag:
Suðvestanátt, 3-10, og dálítil súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Sunnan 8-15 og rigning S- og V-lands um kvöldið. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA- og A-lands. 

Á mánudag:
Suðvestan og sunnan 5-13 og rigning um S- og V-vert landið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-horninu. 

Á þriðjudag:
Suðvestanátt og skúrir vestantil á landinu en bjartviðri austanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast austanlands. 

Á miðvikudag:
Útlit fyrir að lægð gangi yfir landið með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast NA-lands.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu Veðurstofunnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Slökkviliðið glímir við stórbruna í Hafnarfirði

Innlent

Guðlaugur Þór sendir 100 milljónir til Jemen

Auglýsing

Nýjast

Hjá­kona morðingjans: „Hann laug öllu“

Nýr ráðherra Brexit-mála skipaður

Þrjú út­köll og að­gerða­stjórnir í við­bragðs­stöðu

Þrettán smituðust af nóró­veiru á Skel­fisk­markaðnum

Dæmdur fyrir nauðgun: „Vá hvað þú ert dauð“

Ríkið bótaskylt vegna vinnuslyss á Landspítalanum

Auglýsing