Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu er lokað vegna veðurs kl 17:00 þriðjudaginn 10. desember. Þetta kemur fram á vef áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

Vínbúðinni Akureyri verður einnig lokað og töluvert er um lokanir eða raskanir á opnunartímum víða um land.

Stærstu matvöruverslunum landsins er einnig lokað klukkan 17 í dag og hefur skapast öngveiti og langar raðir í búðunum. Fólk er farið að birgja sig upp af mat í öryggisskini vegna óveðursins sem gengur nú yfir landið.