Útlit er fyrir að Vínbúð ÁTVR verði áfram rekin í Austurstræti, en engin ákvörðun hefur verið tekin um að loka henni eins og til stóð á tímabili, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR.

Vínbúðin í Austurstræti hefur verið þyrnir í augum veitingamanna um árabil, enda selur hún áfengar veigar á langtum lægra verði en öldurhúsin í kring geta boðið upp á.

Af þeim sökum, meðal annars, hafa verið áform uppi um að flytja verslunina í annað húsnæði, en þau hafa nú verið sett á bið.

Ekkert skellt í lás.
Fréttablaðið/Valli