Til að gera einfalda sögu flókna er ekki um eitt mótorhjól að ræða, en Haggerty mun hafa smíðað fjögur eins hjól fyrir tökur myndarinnar. Hjólið sem verður boðið upp er hjólið sem notað var í lok myndarinnar, þegar sveitalubbarnir skjóta þá Dennis Hopper og Peter Fonda með köldu blóði og hjólið endar á bálkesti utan vegar. Haggerty mun hafa fengið það hjól gefins eftir að tökum á myndinni var lokið, en hinum þremur mun öllum hafa verið stolið. Haggerty gerði hjólið upp og sýndi á ríkissýningu Iowa, en það fór svo á uppboð og var selt Gordon nokkrum Granger árið 1996 fyrir 63.500 dollara.

Captain America er hjól Peter Fonda fyrir aftan hjól Dennis Hopper.

Hér verður málið nokkuð flókið því að það fór svo aftur á uppboð 2014 og seldist fyrir metupphæðina 1.350.000 dollara, en það var samt ekki sama hjólið að sögn Haggerty, heldur eitt af hjólunum sem stolið var. Hjólið sem nú er í sölu er hjól Granger og því fylgja þrjú skjöl er votta sögu þess, eitt þeirra undirritað af Haggerty sjálfum en hann dó árið 2016. Áætlað er að hjólið fari fyrir allt að hálfa milljón dollara sem þykir ekki mikið í þessum uppboðsheimi, og spennandi verður að sjá hvort slegist verði um gripinn eða ekki.