Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í lokuðu prófkjöri sem haldið verður næstkomandi laugardag, 8.maí. Kosið verður um fimm efstu sætin. Willum Þór Þórsson, eini þingmaður kjördæmisins og formaður fjárlaganefndar Alþingis sækist einn eftir fyrsta sætinu.

Aðrir eru: Ágúst Bjarni Garðarsson og Linda Hrönn Þórisdóttir sem sækjast bæði eftir öðru sæti. Anna Karen Svövudóttir, Kristín Hermannsdóttir og Þórey Anna Matthíasdóttir, sækjast eftir 3. Til 4.sæti og Ívar Atli Sigurjónsson, sem býður sig fram í 4.sætið.