Björgunar­sveitir á Suður­nesjum voru kallaðar út fyrir um klukku­stund vegna tveggja ein­stak­linga sem villtir voru í þoku á Reykja­nesi. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Ein­staklingarnir voru villtir í grennd við Trölla­dyngju og fjallið Keili. Síma­sam­band var við fólkið og tókst því að komast að bíl sínum um hálf­níu­leytið í kvöld eftir að hafa ráfað um í tæp­lega fimm klukku­stundir.

Einn hópur björgunar­sveitar­manna er með fókkinu en aðrir á heim­leið. Alls voru um fjöru­tíu björgunar­menn að leit.