Fuglaflensa greindist í 19 sýnum af 76 sem rannsökuð hafa verið úr dauðum fuglum hér á landi.

Þá hefur veiran greinst í yfir átta tegundum af fuglum, þar á meðal: grágæs, haferni, heiðagæs, helsingja, hrafni, skúmi, súlu og svartbaki.

Matvælastofnun biðlar til fólks að tilkynna til stofnunarinnar alla dauða villta fugla sem kunna að verða á vegi þess. Einnig er minnt á að reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja fuglaflensu eru enn í gildi.